Belgíska félagið Club Brugge hafnaði tilboði Crystal Palace í gríska sóknartengiliðinn Christos Tzolis á dögunum. David Ornstein hjá Athletic greinir frá þessu í dag.
Það er ekkert leyndarmál að Eberechi Eze er á förum frá Palace, en hann hefur samþykkt að ganga í raðir nágrannana í Tottenham.
Palace er í dauðaleit að arftaka hans og þegar rætt við Leicester um Marokkómanninn Bilal El Khannouss.
Samkvæmt Ornstein er það ekki eini maðurinn á blaði Palace, en hann segir að félagið hafi lagt fram tilboð í gríska leikmanninn Christos Tzolis hjá Club Brugge, en belgíska félagið hafnaði boðinu.
Palace hefur verið í góðu sambandi við föruneyti Tzolis og stefnir á að hækka tilboð sitt.
Þessi 23 ára gamli leikmaður kom að 37 mörkum með Brugge á síðustu leiktíð og þegar komið að fimm mörkum í byrjun þessa tímabils.
Hann skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið sem hefur ekki mikinn áhuga á að selja hann fyrir gluggalok.
Tzolis er uppalinn hjá PAOK, þar sem hann lék meðal annars með Sverri Inga Ingasyni. Hann lék þá einnig með Ísaki Bergmann Jóhannessyni hjá Fortuna Düsseldorf tímabilið 2023-2024, þá á láni frá Twente.
Athugasemdir