Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United birti í gær skemmtilegt myndband á heimasíðu sinni þar sem Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, var sérstakur gestur. Þar ræddi hann ást sína á United, tónlistina í klefanum og margt annað.
Í dag, fyrir fyrsta leik tímabilsins, birti United svo annað myndband með Jökli.
Í dag, fyrir fyrsta leik tímabilsins, birti United svo annað myndband með Jökli.
Í þetta skiptið gengur hann inn á hinn sögufræga Old Trafford leikvang og tekur lagið Take Me Home, Country Roads.
Þetta er auðvitað sögufrægt lag og er það stuðningsmönnum Man Utd afskaplega kært. Þeir hafa gert sína útgáfu af laginu sem Jökull syngur líka í myndbandinu.
Í þeirri útgáfu af laginu hefur textanum verið meðal annars breytt í „take me home, United Road, to the place, I belong, to Old Trafford, to see United, take me home, United Road."
Rúben Amorim, stjóri Man Utd, er mikill aðdáandi þessa lags en samfélagsmiðlateymi félagsins sýndi honum útgáfu Jökuls og hafði hann mjög gaman að. „Þetta er lag sem ég vil heyra í mörg, mörg ár," sagði Amorim.
Man Utd hefur leik í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15:30 þegar Arsenal kemur í heimsókn á Old Trafford.
"Take Me Home..." ????
— Manchester United (@ManUtd) August 17, 2025
Sound on for this, Reds: presenting a very special cover of Country Roads by lifelong United fan and @OfficialKALEO frontman, JJ ?????????
???? @Snapdragon x #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/LM7AqHbPJ4
????? "I want to hear this song for many, many years."
— Manchester United (@ManUtd) August 17, 2025
Not long now until we hear Country Roads ringing around Old Trafford ?????
???? @Snapdragon x #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/A4UZvz2wvp
Athugasemdir