Tveir leikir í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefjast klukkan 13:00 í dag en þar tekur Chelsea meðal annars á móti Crystal Palace á Stamford Bridge.
Stærstu fréttirnar eru þær að Marc Guehi og Eberechi Eze byrja báðir hjá Palace, þrátt fyrir að Palace sé í viðræðum við bæði Liverpool og Tottenham um leikmennina.
Breyting er á vörn Chelsea. Tosin Adarabioyo og Levi Colwill eru ekki með vegna meiðsla. Trevoh Chalobah og Josh Acheampong eru í miðri vörn í dag á meðan þeir Jorrel Hato og Wesley Fofana eru á bekknum.
Nýju mennirnir Jamie Gittens og Joao Pedro eru báðir í byrjunarliðinu
Chelsea: Sanchez, James, Chalobah, Acheampong, Cucurella, Caicedo, Enzo, Neto, Palmer, Gittens, Pedro
Palace: Henderson, Munoz, Guehi, Richards, Lacroix, Mitchell, Wharton, Hughes, Sarr, Eze, Mateta.
Nottingham Forest tekur á móti Brentford á City Ground-vellinum í Nottingham.
Dan Ndoye byrjar hjá Forest og þá er Caoimhin Kelleher í marki Brentford á meðan Hákon Rafn Valdimarsson er á bekknum en Yoane Wissa er hvergi sjáanlegur. Hann hefur verið orðaður við Newcastle United í allt sumar.
Forest: Sels; Aina, Milenkovic, Murillo, Williams; Ndoye, Sangare, Anderson, Hudson-Odoi; Gibbs-White, Wood
Brentford: Kelleher; Kayode, van den Berg, Collins, Henry; Lewis-Potter, Jensen, Yarmoluik, Carvalho; Milambo; Thiago
Athugasemdir