Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
   sun 17. ágúst 2025 12:00
Brynjar Ingi Erluson
Rooney gagnrýnir framferði Isak - „Vill Liverpool fá svona leikmann til félagsins?“
Alexander Isak
Alexander Isak
Mynd: EPA
Wayne Rooney er ekki hrifinn af framferði Isak
Wayne Rooney er ekki hrifinn af framferði Isak
Mynd: EPA
Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, gagnrýnir framferði sænska framherjans Alexander Isak og veltir fyrir sér hvort Liverpool hafi áhuga á því að fá svona leikmann inn í hópinn.

Mikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum Isak og möguleg félagaskipti hans til Liverpool.

Svíinn neitaði að mæta í æfingaferð Newcastle United til Asíu og hefur þá hafnað öllum tilraunum félagsins til að gera nýjan samning.

Ekki er aftur snúið hjá Isak. Hann hefur brennt allar brýr að baki sér hjá Newcastle og virðist staðráðinn í að komast til Liverpool, en Newcastle hefur hafnað einu tilboði upp á 110 milljónir punda og er búist við öðru tilboði á næstu dögum.

Rooney segir að Isak hafi líklega fengið slæma ráðgjöf og að þetta sé ekki rétta leiðin.

„Það að hann neita að mæta til æfinga segir mér það að það verði erfitt fyrir hann að koma aftur inn í hópinn. Þetta snýst svolítið um traust og hann er bara gera þetta á svo rangan hátt. Kannski fékk hann slæma ráðgjöf.“

„En ég er einnig að hugsa um félagið sem er að reyna fá hann, sem virðist vera Liverpool. Það hlýtur að velta fyrir sér hvort það vilji fá svona leikmann til félagsins. Hann yfirgefur liðsfélaga sína og er þegar hjá stóru félagi.“

„Þetta er gott tækifæri en á sama tíma verður þetta að vera gert á réttan hátt,“
sagði Rooney í þættinum Match of the Day á BBC.

Á þessum tímapunkti virðist ómögulegt fyrir hann að snúa aftur í hópinn hjá Newcastle. Stuðningsmenn hafa brennt treyjur merktum Isak og sungu þá eftir leikinn gegn Aston Villa: „Það er aðeins einn gráðugur bastarður“.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur reynt eins og hann getur að styðja Isak í viðtölum, en miðað við orð hans virðist stjórinn vera að tapa trúnni á að halda sænska framherjanum áfram hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner