
Kvennalandsliðið vann sannfærandi sigur gegn Slóvakíu í vináttulandsleik ytra í dag.
Elín Metta Jensen skoraði í fyrri hálfleik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti við marki í þeim síðari. Um var að ræða fyrsta landsliðsmark Berglindar.
Elín Metta Jensen skoraði í fyrri hálfleik og Berglind Björg Þorvaldsdóttir bætti við marki í þeim síðari. Um var að ræða fyrsta landsliðsmark Berglindar.
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá mörkin tvö en stelpurnar halda áfram að búa sig undir EM í Hollandi í sumar með því að leika gegn gestgjöfunum í Hollandi á þriðjudaginn.
Slóvakía 0 - 2 Ísland
0-1 Elín Metta Jensen ('19)
0-2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('78)
Athugasemdir