Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   mán 06. apríl 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard og lærisveinar buðust til að taka 50% launalækkun
Skoskir fjölmiðlar greina frá því að Steven Gerrard og lærisveinar hans í Rangers hafi boðist til að taka á sig 50% launalækkun til að bjarga rekstri félagsins svo það geti haldið áfram að borga öðru starfsfólki.

Það eru ekki aðeins Gerrard og leikmennirnir sem taka á sig launaskerðingu heldur einnig stjórnendur félagsins og þjálfarateymi aðalliðsins.

Skerðingin er þegar í gildi og verður næstu þrjá mánuði að minnsta kosti, eða út núverandi samningstímabil sem lýkur 30. júní.

Áhrif kórónuveirunnar á fjárhag knattspyrnufélaga er þegar orðinn mikill og hafa langflest félög helstu deilda Evrópu staðfest launaskerðingar leikmanna og starfsmanna.

Rangers hefur verið að gera góða hluti undir stjórn Gerrard og situr í öðru sæti skosku deildarinnar sem stendur, þrettán stigum eftir toppliði Celtic og með leik til góða.
Athugasemdir
banner