Spila á móti hvor öðrum í dag
Klukkan 14:00 hefst leikur Vals og Vestra á N1 vellinum að Hlíðarenda. Um er að ræða leik í 1. umferð Bestu deildarinnar.
Frammi hjá Val verður væntanlega danska markavélin Patrick Pedersen. Hann gæti mætt yngri bróður sínum í dag en Jeppe er leikmaður Vestra. Jeppe, sem er 24 ára, gekk í raðir Vestra síðasta sumar og þeir mættust í fyrsta sinn á ferlinum í 20. umferð Bestu deildarinnar.
Í þeim leik kom Jeppe inn á sem varamaður og voru þeir bræður saman á vellinum á lokakaflanum. Þeir spiluðu svo aftur á móti hvor öðrum í Lengjubikarnum í vetur. Patrick, sem er 33 ára, ræddi við Fótbolta.net í dag.
Frammi hjá Val verður væntanlega danska markavélin Patrick Pedersen. Hann gæti mætt yngri bróður sínum í dag en Jeppe er leikmaður Vestra. Jeppe, sem er 24 ára, gekk í raðir Vestra síðasta sumar og þeir mættust í fyrsta sinn á ferlinum í 20. umferð Bestu deildarinnar.
Í þeim leik kom Jeppe inn á sem varamaður og voru þeir bræður saman á vellinum á lokakaflanum. Þeir spiluðu svo aftur á móti hvor öðrum í Lengjubikarnum í vetur. Patrick, sem er 33 ára, ræddi við Fótbolta.net í dag.
„Auðvitað er þetta svolítið sérstakt að mæta bróður mínum, en það er ekkert sem ég hugsa um þegar við erum á vellinum," segir Patrick.
„Ég talaði mikið við hann áður en hann fór í Vestra, því ég vissi að hann var ekki að spila með liðinu sínu í Danmörku (Álaborg), svo ég spurði hann hvort hann hefði áhuga á koma til Íslands. Ég reyndi að fá hann til Vals, en það var ekki möguleiki á þeim tímapunkti svo hann endaði hjá Vestra."
Bróðir þinn er miðjumaður, en eru einhver líkindi í leik ykkar?
„Hann reyndar spilaði sem framherji þegar hann var yngri, á þeim tíma gat ég séð mjög mikið í því hvernig hann gerði árás í boxinu og snertingar hans á boltann. En það er erfiðara að segja núna þegar hann spilar á miðjunni, en kannski eru líkindi með hlaupastílnum og tækninni."
Hvað finnst þér um Vestra og fylgistu vel með liðinu?
„Mér finnst Vestri vera með mikið af góðum leikmönnum, alltaf erfitt að búa til færi á móti þeim. Þeir eru mjög sterkir varnarlega."
„Eftir að bróðir minn gekk í raðir Vestra þá reyni ég að horfa á alla leiki sem liðið spilar," sagði Patrick.
Athugasemdir