,,Það er tilhlökkun í að byrja sumarið og það er gaman að þetta er loksins að fara af stað," sagði Haukur Páll Sigurðsson fyrirliði Vals sem mætir Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld.
,,Við spiluðum við þá um daginn, þeir hittu kannski ekki á réttan dag en þeir verða mun betri en þeir sýndu í Lengjubikarnum svo við búumst við hörkuleik."
Veðráttan hefur ekki verði góð í vor svo ástandið á Fylkisvelli er ekki eins og þegar best lætur.
,,Er ekki verið að tala um að færa hann eða eitthvað, ég veit það ekki. Það skiptir svo sem ekki öllu máli. Leikurinn fer fram og það er það sem skiptir máli. Það verður hart barist."
Valur tapaði úrslitaleik Lengjubikarsins við Breiðablik 3-2 en Haukur segir klárt mál að þeir komi sterkir til baka eftir það.
,,Klárt mál. Við töpuðum fyrir góðu liði Breiðabliks, það var hörkuleikur en nú er annað mót að byrja, mikilvægara mót. Við erum klárir í það."
,,Það er búið að spá okkur 5. sæti allstaðar, það kemur ekkert á óvart. Við setjumst niður og ræðum þau mál en að sjálfsögðu vill maður taka þátt í toppbaráttu."
Athugasemdir