Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. maí 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arsenal vill ekki kaupa Ceballos - Áhugi á Ödegaard
Mynd: Getty Images
Fjölmiðlar eru sammála um að spænski miðjumaðurinn Dani Ceballos muni ekki vera keyptur til Arsenal í sumar.

Ceballos er hjá Arsenal að láni frá Real Madrid og er framtíð hans óljós. Hann hefur ekki þótt hrífa nægilega mikið í enska boltanum og er ekki talinn nógu góður til að berjast um byrjunarliðssæti hjá Spánarmeisturunum.

Lánssamningurinn rennur út í sumar og mun Ceballos þá halda heim til Madrídar, þar sem hann er samningsbundinn Real til 2023.

Real mun reyna að selja Ceballos í sumar eða lána hann aftur út. Spænskir fjölmiðlar telja líklegasta áfangastað miðjumannsins vera Real Betis.

Ceballos er 24 ára gamall og á 56 leiki að baki fyrir Real Madrid, auk 11 A-landsleikja með Spáni.

Arsenal hefur aftur á móti mikinn áhuga á Norðmanninum Martin Ödegaard sem er einnig hjá félaginu að láni frá Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner