Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. maí 2022 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lasse Petry rifti hjá HB Köge - „FH vildi mjög mikið fá mig"
Lasse Petry.
Lasse Petry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Lasse Petry er kominn aftur til landsins og mun leika með FH í sumar.

Petry, sem er 29 ára gamall, þekkir ágætlega til á Íslandi því hann lék með Val tímabilin 2019 og 2020 og varð Íslandsmeistari með Hlíðarendafélaginu seinna tímabilið.

Petry ræddi við Bold í Danmörku í tilefni af félagaskiptunum til FH-inga. Hann rifti samningi sínum við HB Köge í Danmörku til þess að komast aftur til Íslands.

„Ég hef verið nokkuð mikið út úr liðinu upp á síðkastið. Núna hef ég fengið frábært tækifæri í landi þar sem mér gekk vel áður. Félagið vildi mikið fá mig og vonandi get ég spilað marga leiki og unnið marga sigra."

„Það eru engin illindi á milli mín og HB Köge. Það er búið að vera mjög gaman að vera hérna."

Petry er ekki í leikmannahópi FH gegn hans gömlu félögum í Val í kvöld þar sem hann er ekki kominn með leikheimild.
Athugasemdir
banner
banner
banner