Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fim 06. júní 2019 07:54
Elvar Geir Magnússon
Neymar enn og aftur meiddur - Missir af Copa America
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Brasilía vann 2-0 sigur gegn Katar í vináttulandsleik en stærsta fréttamálið úr leiknum eru meiðsli Neymar.

Hann fór meiddur af velli á 17. mínútu leiksins og ljóst er að hann verður ekki með brasilíska landsliðinu í Copa America keppninni, Suður-Ameríku bikarnum.

Keppnin hefst föstudaginn 14. júní.

Richarlison, leikmaður Everton, og Gabriel Jesus, leikmaður Manchester City, skoruðu mörkin tvö gegn Katar.

En meiðsli Neymar setja skugga á sigurinn. Hann sneri sig á ökklar og var fluttur á sjúkrahús í skoðanir.

Meiðsli hafa herjað á Neymar sem missti af þremur mánuðuðum frá janúar til apríl á þessu ári eftir að hafa brotið bein í fæti. Hann missti líka af þremur mánuðum vegna meiðsla 2018 og rétt náði að vera klár fyrir HM í Rússlandi.

Brasilía heldur Copa America í ár en þetta fótboltastórveldi hefur ekki unnið keppnina síðan 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner