Smith Rowe gæti yfirgefið Arsenal - Mörg lið á eftir Toney
   þri 06. júní 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Jack Butland kominn til Rangers (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Crystal Palace

Skoska stórveldið Rangers er búið að staðfesta félagsskipti markvarðarins Jack Butland til félagsins.


Butland, sem er 30 ára gamall, tekur við markmannsstöðunni af Allan McGregor sem er orðinn 41 árs gamall. Butland mun berjast við Robby McCrorie um byrjunarliðssæti hjá Rangers.

Butland kemur til félagsins á frjálsri sölu og gerir fjögurra ára samning, en hann hefur verið samningsbundinn Crystal Palace síðustu þrjú ár og var lánaður til Manchester United í vetur.

Butland þótti einn efnilegasti markvörður sinnar kynslóðar á Englandi og var aðalmarkvörður unglingalandsliða Englands en spilaði aðeins 9 sinnum fyrir A-landsliðið. Hann gerði garðinn frægan sem markvörður Stoke City en mistókst að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Crystal Palace.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner