Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeild kvenna: Guðmunda hetjan gegn gömlu félögunum - Afturelding á toppinn
Guðmunda Brynja
Guðmunda Brynja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk í sigri HK gegn Selfossi í kvöld


Guðmunda er uppalin í Selfossi en hún kom liðinu í góða forystu með því að skora tvö mörk með tveggja mínútna millibili en á þeim tímapunkti voru Selfyssingar manni færri eftir að Ásdís Þóra Böðvarsdóttir hafði verið rekin af velli.

Jana Sól Valdimarsdóttir gerði út um leikinn snemma í síðari hálfleik en Unnur Dóra Bergsdóttir tókst að klóra í bakkann fyrir Selfoss.

Fram tapaði sínum fyrsta leik í sumar þegar liðið mætti í Mosfellsbæinn í kvöld.

Snæfríður Eva Eiríksdóttir var hetja heimakvenna þegar hún skoraði með góðu skoti fyrir utan teiginn eftir hálftíma leik. Afturelding skellti sér á toppinn með þessum sigri.

HK 3-1 Selfoss
1-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('14 )
2-0 Guðmunda Brynja Óladóttir ('16 )
3-0 Jana Sól Valdimarsdóttir ('55 )
3-1 Unnur Dóra Bergsdóttir ('67 )
Rautt spjald: Ásdís Þóra Böðvarsdóttir , Selfoss ('10)

Afturelding 1 - 0 Fram
1-0 Snæfríður Eva Eiríksdóttir ('28 )
Lestu um leikinn


Lengjudeild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    FHL 7 5 1 1 25 - 16 +9 16
2.    HK 7 4 2 1 20 - 8 +12 14
3.    Afturelding 7 4 1 2 8 - 5 +3 13
4.    Grótta 7 3 2 2 13 - 12 +1 11
5.    Grindavík 7 3 1 3 7 - 9 -2 10
6.    ÍA 7 3 0 4 9 - 13 -4 9
7.    Fram 7 2 2 3 13 - 10 +3 8
8.    Selfoss 7 2 2 3 10 - 11 -1 8
9.    ÍBV 7 2 1 4 9 - 12 -3 7
10.    ÍR 7 1 0 6 6 - 24 -18 3
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner