Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fim 06. júní 2024 13:25
Elvar Geir Magnússon
Wembley
Maddison niðurbrotinn vegna ákvarðanar Southgate
Icelandair
James Maddison fer ekki með til Þýskalands.
James Maddison fer ekki með til Þýskalands.
Mynd: Getty Images
James Maddison miðjumaður Tottenham verður ekki með enska landsliðinu í vináttulandsleiknum gegn Íslandi annað kvöld. Hann hefur yfirgefið hópinn eftir að hafa verið tilkynnt að hann yrði ekki í 26 manna hópnum sem fer á EM.

Maddison var valinn í 33 manna hóp Gareth Southgate en er einn af sjö leikmönnum sem detta út áður en lokahópurinn verður tilkynntur á laugardag.

Curtis Jones, miðjumaður Liverpool, hefur einnig yfirgefið hópinn en hann verður heldur ekki með á EM.

„Ég æfði vel alla vikuna en í hreinskilni sagt náði ég mér ekki almennilega á strik seinni hluta tímabilsins með Tottenham, eftir að ég kom af meiðslalistanum. Gareth þurfti að taka ákvörðun," segir Maddison.

„Ég tel samt sem áður að það ætti að vera pláss fyrir mig í 26 manna hópnum. Ég tel mig geta komið með öðruvísi þætti inn í liðið og var alltaf valinn í undankeppninni. En stjórinn hefur tekið ákvörðun og ég verð að virða hana. Ég mun snúa aftur, ég er ekki í nokkrum vafa um það."

„Ég er niðurbrotinn yfir þessari ákvörðun en óska strákunum alls hins besta í Þýskalandi. Þetta er magnaður hópur og einstaklingar sem ég get suma kallað mína bestu vini. Ég vona innilega að fótboltinn komi heim."

England verður með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner