Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 06. júlí 2020 15:40
Innkastið
Eins og leikur í Lengjudeildinni
Úr leiknum á laugardaginn.
Úr leiknum á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Maður vill tala gæði deildarinnar upp en horfandi á þennan leik, HK langt frá sínu besta og Grótta eins og þeir eru, þetta var svolítið eins og leikur í Lengjudeildinni," sagði Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu í dag.

Nýliðar Gróttu skoruðu sín fyrstu mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar í þessum leik en niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í mögnuðum slag.

„Heilt yfir var þetta ekki Pepsi-deildarleikur," sagði Gunnar Birgisson.

Grótta komst bæði í 2-0 og 4-2 í leiknum en liðið skoraði tvívegis eftir að Patrik Orri Pétursson fékk rauða spjaldið í fyrri hálfleik.

„Það er grátlegt fyrir Gróttu að vera manni færri og komast tveimur mörkum yfir þegar tuttugu mínútur eru eftir og ná ekki að múra fyrir," sagði Gunni.

Grótta er með eitt stig eftir fjóra leiki en HK er með fjögur. Grótta heimsækir Fjölni á miðvikudag á meðan HK heimsækir ÍA.

Hér að neðan má hlusta á Innkastið.
Innkastið - Vanstilltir dómarar og völlur sem ræður úrslitum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner