Danski sóknarmaðurinn Patrick Pederson varð í dag markahæsti leikmaður Vals í efstu deild karla er hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigrinum á Fylki á Hlíðarenda.
Pedersen skoraði eitt í fyrri hálfleiknum eftir stoðsendingu Gylfa Þórs Sigurðssonar og annað í síðari eftir undirbúning Guðmundar Andra Tryggvasonar.
Þetta var ellefta deildarmark hans á tímabilinu en aðeins Viktor Jónsson hefur skorað meira en hann á tímabilinu eða tólf mörk.
Annað mark Pedersen var sérstakt í sögulegu samhengi. Það var 110. deildarmark hans fyrir Val og er hann nú orðinn markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild.
Hann tók metið af Inga Birni Albertssyni sem skoraði 109 mörk í efstu deild með Val, en þriðji markahæsti er Hermann Gunnarsson sem gerði 81 mark.
Pederson kom fyrst til landsins árið 2013 og samdi við Val eftir að hafa spilað með Vendsyssel í Danmörku.
?????? Markahæstu leikmenn Vals í efstu deild.
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) July 6, 2024
???????? Sá danski varð í dag markahæsti leikmaður Vals í efstu deild. Tók fram úr Inga Birni.
1.Patrick Pedersen 1??1??0?? mörk
2.Ingi B. Albertsson 1??0??9?? mörk
3.Hermann Gunnarsson 8??1?? mark pic.twitter.com/zSk8ugzQ3d
Athugasemdir