Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 06. júlí 2025 21:27
Alexander Tonini
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Mér líður vel. Mikilvægur sigur fyrir okkur, góður sigur. Búnir að tapa þrem leikjum í röð og frammistaðan ekki góð í síðasta leik, vorum ólíkir sjálfum okkur. Töpuðum bara sanngjarnt fyrir Val, en þar á undan vorum við ánægðir með frammistöðurnar en stigin voru ekki að koma.
Þó að einhver tölfræði sýnir að þú hafir verið ofar en taflan segir þá þarftu einhvern tímann að vinna og það kom í dag"
, sagði Hallgrímur Jónasson kátur eftir góða frammistöðu og góð úrslit sinna manna sem gerðu sér lítið fyrir og unnu KR 2-1.

Það ríkti talsverð spenna í lokin þegar KRingar voru að reyna að jafna leikinn eftir að hafa lent undir 0-2 en náðu svo að minnka muninn með góðu skoti frá Aroni Sigurðarssyni. Elías Ingi dómari bætti hvorki meira né minna en 7 mínútum við í uppbótartíma.

„Mér fannst það heldur langt. Svo er spenna í lokin því að KR spilaði bara virkilega góðan leik. Þeir eru frábærir á boltann og skemmtilegt að horfa á þá"

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 KA

Það vakti athygli að Viðar Örn Kjartansson var ekki í hóp í dag og sögusagnir um að hann hafi spilað sinn síðasta leik með KA.

„Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar. Hann fékk aftan í læri fyrir þremur dögum, þið eru bara velkomin að koma norður og horfa á hann æfa ef þið viljið"

Flestir – ef ekki allir – fjölmiðlamenn og svokallaðir spámenn bjuggust við þægilegum sigri KR í dag. Margir töldu að liðið, sem hafði skorað fæst mörk allra í deildinni fyrir leik, hefði einfaldlega ekki burði til að refsa sókndjörfu KR-liði. En það varð allt annað uppi á teningnum.

„Svona eru fjölmiðlar. Það er ekki búið að ganga alveg nógu vel hjá okkur og þá kemur neikvæð umfjöllun. Fólk er að gleyma því að við erum eina liðið sem er búið að vinna titil á Íslandi síðustu fjögur fimm árin fyrir utan Víking og Breiðablik"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner