Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 06. ágúst 2020 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Óli Kristjáns að fá Andra Rúnar til Esbjerg
Andri Rúnar Bjarnason er á leið til Danmerkur
Andri Rúnar Bjarnason er á leið til Danmerkur
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenski framherjinn Andri Rúnar Bjarnason er að öllum líkindum á leið til danska B-deildarfélagsins Esbjerg en þetta kemur fram í þýska miðlinum Der Betze Brennt.

Andri Rúnar gekk til liðs við Kaiserslautern á síðasta ári eftir að hafa gert frábæra hluti með sænska liðinu Helsingborg en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum.

Hann hefur aðeins náð tíu leikjum með Kaiserslautern í deildinni og þurft að sætta sig við mikla bekkjarsetu.

Samkvæmt Der Betze Brennt er Andri Rúnar nálægt því að ganga í raðir danska félagsins Esbjerg en Ólafur Kristjánsson tók nýlega við liðinu.

Andri var ekki á æfingu Kaiserslautern í dag og bendir því allt til þess að hann sé á leið til Esbjerg.

Esbjerg féll úr dönsku úrvalsdeildinni á dögunum en markmið liðsins er að fara beint upp aftur.

< b>Sjá einnig:
Esbjerg vill fá Andra Rúnar - Óli horfir til fleiri Íslendinga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner