„Ég er gífurlega sáttur með viljann og karakterinn hjá strákunum. Við vorum í erfiðleikum með Aftureldingu, þetta er hörkulið og sennilega besta Aftureldingarliðið síðan 2007", sagði sáttur Ómar Ingi þjálfari toppliðs HK eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 1 HK
„Þeir gerðu okkur mjög erfitt fyrir og lágu á okkur, ég sagði við Magga að þeir voru að lemja okkur í Gunna Birgis köðlunum í lokin en viljinn, karakter, reynslan og baráttan í liðinu mínu í dag var til fyrirmyndar, ég er mjög ánægður með það"
HK er á toppi Lengjudeildarinnar með 34 stig.
„Þeir gáfu sig alla í þetta og það sást langar leiðir að þeir ætluðu ekki að tapa þessum leik hér í dag", hafði Ómar að segja um HK liðið í dag.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir