Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   þri 06. ágúst 2024 13:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Einar búinn að fá leikheimild - Spilar hann á laugardaginn?
Lengjudeildin
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Skapti Hallgrímsson/Akureyri.net
Aron Einar Gunnarsson er kominn með leikheimild með Þór og getur spilað með uppeldisfélagi sínu gegn Njarðvík á laugardaginn næsta. Hann fékk leikheimild í dag.

Aron, sem hefur verið landsliðsfyrirliði Íslands, til margra ára, var tilkynntur sem nýr leikmaður Þórs í síðustu viku.

Aron Einar er 35 ára gamall, uppalinn Þórsari, en það hefur alltaf verið markmið hans að klára ferilinn hjá Þór. Hann skoðar þó möguleikann á að fara á lán erlendis fyrir lok félagaskiptagluggans í byrjun september.

„Vonandi get ég tekið þátt í eins mörgum leikjum og ég get fyrir Þór og svo sjáum við hvað gerist í framhaldinu," sagði Aron Einar við Fótbolta.net á dögunum en meiðsli hafa verið að plaga hann að undanförnu.

Draumar Arons eru á þá leið að hann geti hjálpað liðinu að snúa genginu við og hjálpi því að komast í umspilssæti. Hann haldi þá erlendis í lok félagaskiptagluggans í Evrópu í september og taki veturinn þar til að geta einnig haldið landsliðsferlinum gangandi.

Þór á sex leiki fram að því að félagaskiptaglugginn í Evrópu lokar. Alls eru sjö leikir eftir af tímabilinu og við tekur umspil ef allt gengur að óskum á endasprettinum hjá Þórsurum.
Með gæsahúð alla Skarðshlíðarbrekkuna - „Kominn heim í Hamar heim"
Athugasemdir
banner
banner
banner