Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Þriðji leikmaðurinn sem fer frá Chelsea til Burnley
Mynd: EPA
David Ornstein hjá Athletic greinir frá því í dag að nýliðar Burnley séu að festa kaup á franska miðjumanninum Lesley Ugochukwu frá Chelsea.

Þetta verður þriðji leikmaðurinn sem Burnley sækir frá Chelsea, en framherjinn Armando Broja er einnig að ganga í raðir félagsins fyrir 20 milljónir punda og þá kom Bashir Humphreys fyrr í glugganum eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð.

Ugochukwu er 21 árs gamall alhliða miðjumaður sem lék á láni hjá Southampton á síðustu leiktíð.

Hann er á leið í læknisskoðun hjá Burnley og mun í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning en kaupverðið kemur ekki fram.

Burnley hefur verið duglegt á markaðnum í sumar en það hefur fengið níu leikmenn og bráðum ellefu þegar Broja og Ugochukwu ganga frá skiptum sínum.
Athugasemdir
banner