Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 12:40
Brynjar Ingi Erluson
Erfiður andstæðingur bíður Víkinga í umspilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dregið var í umspil í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag og verður því ljóst hvaða liði Víkingur mætir takist liðinu að vinna Bröndby í 3. umferðinni. Dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.

Víkingur mætir Bröndby í 3. umferðinni, sem er alveg nógu erfiður andstæðingur til að mæta á þessu stigi keppninnar, en andstæðingurinn í umspilinu verður töluvert sterkari.

Það er ljóst að sigurvegarinn úr leik Víkings og Bröndby verður franska liðið Strasbourg.

Strasbourg er afar öflugt lið og hefur styrkt sig verulega síðan BlueCo, eigendur Chelsea, keyptu það fyrir tveimur árum. Strasbourg hafnaði í 7. sæti frönsku deildarinnar á síðasta tímabili og er með marga spennandi leikmenn í sínum röðum.

Einnig kom fram hvaða liði Breiðablik mætir ef það tapar fyrir Zrinjski Mostar í 3. umferð Evrópudeildarinnar.

Blikar munu spila við Milsami FC frá Moldóvu eða Virtus frá San Marínó.
Athugasemdir
banner