Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta Utrecht frá Hollandi eða Servette frá Sviss í umspili í forkeppni Evrópudeildarinnar takist liðinu að hafa betur gegn Zrinjski Mostar í 3. umferðinni en dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag.
Breiðablik datt úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir stórt tap í einvíginu gegn Lech Poznan í 2. umferð.
Blikar voru því sendir í Evrópudeildina þar sem þeir mætta kunnuglegum andlitum en andstæðingurinn er Zrinjski Mostar, liðið sem það mætti í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrir tveimur árum.
Fyrsti leikur Blika gegn Mostar er spilaður í Bosníu á fimmtudag og viku síðar spila liðin á Kópavogsvelli.
Dregið var í umspilið í forkeppninni í dag og er ljóst að ef Blikum tekst að hafa betur gegn Mostar mun það mæta Utrecht eða Servette.
Servette hafnaði í öðru sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð á meðan Utrecht, lið Kolbeins Birgis Finnssonar, hafnaði í 4. sæti í hollensku deildinni.
Umspilsleikirnir fara fram 21. og 28. ágúst.
Athugasemdir