
Þá er komið að Powerade-slúðurpakka dagsins en það eru margir góðir molar á þessum fína mánudegi.
Tottenham hefur áhuga á því að fá brasilíska leikmanninn Rodrygo (24) í stað Heung-Min Son (33). (AS)
Manchester United er reiðubúið að jafna tilboð Newcastle United í slóvenska framherjann Benjamin Sesko (22), sem er á mála hjá Leipzig í Þýskalandi. (Sky Sports)
Newcastle er einnig að skoða portúgalska framherjann Goncalo Ramos (24) ef Sesko hafnar félaginu. (Mail)
Inter Mian vill fá Mason Greenwood (23), fyrrum leikmann Manchester United frá franska félaginu Marseille. (Corriere dello Sport)
Gianluigi Donnarumma (26), markvörður PSG og ítalska landsliðsins, hefur áhuga á því að fara til Manchester United. (Teamtalk)
Sádi-arabíska félagið Al Hilal er með Darwin Nunez (26), framherja Liverpool og úrúgvæska landsliðsins, efstan á óskalista sínum. (Athletic)
Antony (25), leikmaður Manchester United og brasilíska landsliðsins, hefur ekki áhuga á því að fara til Sádi-Arabíu og vill frekar fara til Real Betis, en hann eyddi síðari hluta síðasta tímabils á láni hjá spænska félaginu. (Sport)
Enski miðjumaðurinn Dele Alli (29) er í leit að nýju félagi eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki hluti af áformum Como á komandi tímabili. (Times)
Birmingham er í lykilstöðu um að fá Terry Yegbe (24), landsliðsmann Gana frá sænska liðinu Elfsborg. Hann gæti kostað allt að 5,2 milljónir punda. (Expressen)
Austurríska félagið Sturm Graz hefur hafnað öðru tilboði Derby County í hægri bakvörðinn Max Johnston (21) þrátt fyrir að Derby hafi hækkað tilboð sitt úr 1,4 milljón punda yfir í 1,6 fyrir skoska landsliðsmanninn. (Sky Sports)
Norwich City er að ganga frá kaupum á Jovon Makama (21), framherja Lincoln City. Þetta verður stærsta sala í sögu Lincoln. (Derby Telegraph)
Athugasemdir