Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Schick búinn að skrifa undir hjá Leverkusen
Mynd: EPA
Tékkneski framherjinn Patrik Schick er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Bayer Leverkusen.

Schick var nokkuð eftirsóttur í sumar og eru stjórnendur Leverkusen ánægðir með að hafa tekist að sannfæra hann um að leika áfram fyrir félagið undir stjórn Erik ten Hag.

Leikmaðurinn er 29 ára gamall og verður því hjá Leverkusen til 34 ára aldurs ef hann verður út samningstímann.

Schick skoraði 27 mörk í 45 leikjum á síðustu leiktíð og hefur í heildina gert 81 mark í 168 leikjum á fimm árum hjá félaginu.

Ten Hag lítur á Schick sem lykilmann fyrir liðið og er hann einnig í lykilhlutverki í tékkneska landsliðinu.

Þjálfarinn vill ekki missa fleiri leikmenn í sumar eftir sölur á Florian Wirtz, Jeremie Frimpong og Granit Xhaka. Jonathan Tah yfirgaf þá félagið á frjálsri sölu eftir að hafa verið í lykilhlutverki í byrjunarliðinu.

   15.06.2025 20:00
Schick eftirsóttur á Englandi og Ítalíu



Athugasemdir
banner
banner