Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, mætti aftur til æfinga hjá félaginu í dag.
Hann hefur eytt síðustu dögum í San Sebastian á Spáni eftir að hafa neitað að fara með liðinu í æfingaferð til Asíu.
Framherjinn vill fara til Liverpool og verið mjög skýr með að vilja ganga í raðir Englandsmeistarana.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, sagði í viðtali við blaðamenn í gær að Isak þyrfti að öðlast réttinn til að æfa með liðinu og slæm hegðun væri ekki boðleg þegar þú spilar fyrir Newcastle.
Hópurinn ferðaðist aftur heim til Englands í gær og lenti snemma í morgun, og fékk því frí á æfingu í dag vegna langs ferðalags. Liðið mun hefja æfingar aftur á morgun, en Sky Sports vakti athygli á því í dag að Isak hafi mætt á æfingasvæði félagsins í morgun og æft einn.
Hann mun ræða við Howe í dag eða á morgun áður en framhaldið verður ákveðið.
Liverpool lagði fram 110 milljóna punda í Isak fyrir helgi en því var hafnað umsvifalaust. Newcastle er í leit að leikmanni í stað Isak og mun Liverpool líklega ekki leggja fram annað tilboð fyrr en það er klappað og klárt.
Exclusive: Alexander Isak arrives at #nufc training ground this morning. He's the only player here. Rest of the squad only landed back from South Korea at 0840 and have been given day off by Eddie Howe. Updates on @SkySportsNews. pic.twitter.com/ConOhWutbj
— Pete Graves (@PeteGravesTV) August 4, 2025
Athugasemdir