Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 16:15
Brynjar Ingi Erluson
Dias samþykkir nýjan samning
Mynd: EPA
Portúgalski miðvörðurinn Ruben Dias hefur náð samkomulagi við Manchester City um nýjan samning. Athletic segir frá þessum tíðindum í dag.

Dias, sem er 28 ára gamall, kom til félagsins frá Benfica árið 2020 og hefur unnið níu titla á fimm árum sínum hjá enska félaginu.

Athletic segir að Dias sé nú við það að framlengja samning sinn, en hann hefur náð munnlegu samkomulagi við félagið og að hann muni skrifa undir á næstu vikum.

Núgildandi samningur Dias rennur út árið 2027, en ekki kemur fram hvað hann mun framlengja til margra ára.

Dias hefur spilað 222 leiki og skorað 4 mörk fyrir Man City. Hann var valinn besti leikmaður ársins í úrvalsdeildinni árið 2021 og verið tvisvar í liði ársins.
Athugasemdir
banner