Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Ajax samþykkir tilboð Ipswich í Akpom - Bókaður í læknisskoðun hjá Birmingham
Mynd: EPA
Síðasti sólarhringur enska framherjans Chuba Akpom hefur verið áhugaverður, svo vægt sé til orða tekið, en þrjú félög eru í baráttunni um að fá hann og er þegar búið að bóka hann í læknisskoðun.

Í gærkvöldi var sagt frá því að Birmingham væri búið að ná samkomulagi við Ajax um Akpom og aðeins formsatriði að hann myndi gangast undir læknisskoðun í dag og skrifa í kjölfarið undir samning.

Staðan var fljótt að breytast. Middlesbrough gerði tilraun til þess að 'stela' Akpom en sú tilraun misheppnaðist sem var mikill léttir fyrir Birmingham.

Sögunni er hins vegar langt í frá lokið því Sky Sports segir nú að Ajax hafi samþykkt tilboð frá Ipswich í framherjann. Hann færi þá á láni og skiptin gerð varanleg fyrir 7 milljónir punda eftir tímabilið, en ákvæðið mun aðeins virkjast eftir Ipswich kemst upp í úrvalsdeildina.

Akpom, sem er 29 ára gamall, á að mæta í læknisskoðun hjá Birmingham í dag, en það er algerlega óvíst hvað hann gerir og er ákvörðunin hans.

Fróðlegt að sjá hvar hann endar og líklegt að það muni ráðast á næstu tímum.
Athugasemdir
banner