Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Skrá sig aftur í baráttuna um Guehi
Mynd: EPA
Sumarglugginn hjá Newcastle hefur verið vondur en félagið er að vonast til að geta bjargað andliti í þessum mánuði og er nú greint frá því á Times að það sé komið aftur í baráttuna um Marc Guehi, fyrirliða Crystal Palace.

Newcastle hefur tapað baráttu um marga góða leikmenn í sumar og hefur Eddie Howe, stjóri félagsins, talað um að það hafi lítið sem ekkert gengið upp.

Liam Delap, Hugo Ekitike, James Trafford og Joao Pedro eru á meðal leikmanna sem fóru annað. Nú er félagið í baráttu við Manchester United um framherjann Benjamin Sesko sem hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð sína.

Times segir að Newcastle ætli að reyna að klára gluggann með stæl.

Félagið hefur lengi vel haft auga á miðverðinum Guehi og sé nú reiðubúið að kaupa hann frá Palace, en það er ekki tilbúið að borga meira en 40 milljónir punda fyrir leikmanninn sem verður samningslaus á næsta ári.

Newcastle er ekki eina félagið sem vill Guehi en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í allt sumar.

Crystal Palace hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á Guehi. Verðmiðinn mun líklegast lækka þegar nær dregur gluggalokum, annars á Palace í hættu að missa hann frítt á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner