Mikið hefur verið rætt um dómaraákvörðun Jóhanns Inga Jónssonar undir lok jafnteflisleiks Breiðabliks gegn KA sem fór fram í gær.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 KA
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en lokamínúturnar buðu upp á mikla dramatík, þar sem Viktor Örn Margeirsson setti boltann í netið eftir hornspyrnu en ekki dæmt mark við mikla óánægju heimamanna.
03.08.2025 22:51
Annað sjónarhorn á markið sem dæmt var af Blikum - „Hlustar á þá í meðvirkni sinni"
Halldór Árnason þjálfari Blika skildi ekkert í þessari ákvörðun dómarateymisins. Hvorki hann né leikmenn liðsins höfðu hugmynd um hvaða dómari það var sem tók ákvörðunina.
„Ég hef ekki nokkra hugmynd um hver tók ákvörðunina. Ég reyndi að tala við hann (Jóa dómara) en fékk þá gult spjald og hann sagði mér að vera þakklátur fyrir að fá bara gult ef ég drullaði mér í burtu strax. Það voru samskiptin eftir leik," sagði Dóri meðal annars eftir lokaflautið í Kópavogi.
03.08.2025 19:48
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Viktor Örn var einnig ósáttur að leikslokum og fór heldur ekki leynt með óánægju sína í viðtali. Hann var spurður hvort hann vissi hvaða dómari það væri sem hefði tekið ákvörðunina.
„Ég fékk engin svör. Ég var í yfirvegun minni að reyna að spyrja þá hvernig þetta var en hann rak mig bara inn í klefa og gat ekki tjáð sig um svona einfalda spurningu. Hann rak okkur alla inn í klefa og það mátti ekki opna á sér munninn í kringum hann."
03.08.2025 21:13
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Athugasemdir