Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Southampton hafnar öðru tilboði í Dibling
Mynd: EPA
Southampton hafnaði í dag öðru tilboði Everton í enska vængmanninn Tyler Dibling. Fréttastofa Sky Sports segir frá þessu í dag.

B-deildarfélagið hafnaði 27 milljóna punda tilboði Everton fyrir fjórum dögum og hækkuðu þeir bláu tilboð sitt töluvert.

Sky segir að annað tilboðið hafi hljóðað upp á 43 milljónir punda, þar af 8 milljónir í árangurstengdar greiðslur, en Southampton hafnaði því og krefst þess að fá í kringum 45 milljónir fyrir leikmanninn.

Það er óráðið hvort Everton muni leggja fram þriðja tilboðið, en Dibling er eftirsóttur leikmaður og einn af ljósu punktunum í annars hörmulegu liði Southampton á síðustu leiktíð.

Dibling, sem er 19 ára gamall, kom við sögu í 34 leikjum með Southampton í öllum keppnum á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk ásamt því að leggja upp þrjú.
Athugasemdir
banner