Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   sun 03. ágúst 2025 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea í forgangi hjá Garnacho - „Stundum ganga hlutirnir ekki upp“
Alejandro Garnacho
Alejandro Garnacho
Mynd: EPA
Chelsea er að vinna hörðum höndum að því að kaupa argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho frá Manchester United og hefur Ruben Amorim, stjóri United, staðfest að hann vilji fara annað.

Fabrizio Romano sagði frá því í morgun að Garnacho væri með það í forgangi að ganga í raðir Chelsea.

Hann vill ólmur vera áfram í ensku úrvalsdeildinni og líst honum vel á verkefnið hjá Chelsea sem er nú að undirbúa viðræður við United.

Garnacho er ekki hluti af framtíðaráformum Amorim og varð það gert nokkuð ljóst í lok tímabils er Amorim tók hann fyrir á liðsfundi og sagði honum að biðja fyrir því að hann fyndi sér nýtt félag í sumar.

„Alejandro Garnacho er ótrúlega hæfileikaríkur strákur en stundum ganga hlutirnir ekki upp. Það er ekki hægt að útskýra nákvæmlega af hverju það er þannig, en það er alveg skýrt að hann vill aðra hluti undir annarri forystu,“ sagði Amorim við BBC.

Vert er að fylgjast með framvindu mála en þessi skipti gætu tekið einhvern tíma. Chelsea er að vinna í þvi að kaupa Xavi Simons frá Leipzig og þá þarf félagið að losa sig við nokkra leikmenn áður en það getur fengið Garnacho inn í hópinn.
Athugasemdir
banner