NEOM SC frá Sádi-Arabíu hefur áhuga á að fá miðjumanninn Abdoulaye Doucoure, fyrrum leikmann Everton, til liðs við sig.
Hann yfirgaf Everton þegar samningurinn hans rann út fyrr í sumar. Hann spilaði 166 leiki fyrir enska liðið en hann kom til Everton frá Watford árið 2016.
NEOM er nýliði í efstu deild í Sádi-Arabíu eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í næst efstu deild.
Félagið hefur nælt í stór nöfn í sumar en Alexandre Lacazetta og Said Benrahma eru meðal leikmanna liðsins.
Athugasemdir