Luuk de Jong gekk óvænt til liðs við Porto frá PSV í gær.
Hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins fyrir æfingaleik liðsins gegn Atletico Madrid á heimavelli portúgalska liðsins, Drekavöllum, í gær. Porto vann leikinn 1-0.
Hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum liðsins fyrir æfingaleik liðsins gegn Atletico Madrid á heimavelli portúgalska liðsins, Drekavöllum, í gær. Porto vann leikinn 1-0.
Þetta kom öllum í opna skjöldu þar sem enginn einasti fjölmiðill var búinn að slúðra um þessi skipti.
De Jong er 34 ára gamall hollenskur framherji. Hann lék á láni hjá Newcastle árið 2014 og var einnig á láni hjá Barcelona tímabilið 2021-2022.
Hann var hjá PSV frá 2014-2019 en sneri aftur árið 2022.
Athugasemdir