Leicester hefur samþykkt rúmlega 8 milljón punda tilboð Besiktas í miðjumanninn Wilfried Ndidi.
TalkSPORT greinir frá þessu en Ndidi hefur verið mjög eftirsóttur í sumar þar sem Crystal Palace, Fulham og Everton hafa sýnt honum áhuga.
TalkSPORT greinir frá þessu en Ndidi hefur verið mjög eftirsóttur í sumar þar sem Crystal Palace, Fulham og Everton hafa sýnt honum áhuga.
Besiktas hafnaði í 4. sæti tyrknesku deildarinnar á síðustu leiktíð. Ole Gunnar Solskjær er stjóri liðsins.
Ndidi er 28 ára gamall nígerískur landsliðsmaður en hann gekk til liðs við Leicester frá Genk árið 2017. Hann lék 303 leiki fyrir enska liðið og skoraði 18 mörk.
Hann á að baki 66 landsleiki fyrir hönd Nígeríu.
Athugasemdir