Graham Potter, stjóri West Ham, er í skýjunum með að Lucas Paqueta, miðjumaður liðsins, hafi verið sýknaður í kærumáli sínu gagnvart enska fótboltasambandinu á dögunum.
Paqueta var á síðasta ári ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann var sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál. Talað var um að hann hefði getað fengið lífstíðarbann frá fótbolta en hann neitaði alltaf sök.
Paqueta var á síðasta ári ákærður af enska fótboltsambandinu fyrir brot á veðmálareglum. Hann var sakaður um að hafa fengið viljandi áminningar til að hafa áhrif á veðmál. Talað var um að hann hefði getað fengið lífstíðarbann frá fótbolta en hann neitaði alltaf sök.
„Maður veit aldrei því allt getur gerst. Þessar fréttir eru virkilega jákvæðar. Lucas er ánægður og skuldbundinn. Hann er mikilvægur einstaklingur í klefanum og hjá félaginu, við elskum hann. Við viljum bara hjálpa honum að njóta fótboltans," sagði Potter.
„Það var rosaleg áskorun fyrir hann að berjast gegn þessum ásökunum. Þetta hefur verið mjög erfiður kafli í lífinu og ferlinum hans. Hrós til hans, fjölskyldunnar og allra sem hafa stutt hann að hann hafi komist í gegnum þetta."
Athugasemdir