John McGinn, fyrirliði Aston Villa, er mjög ósáttur með fjármálareglur úrvalsdeildarinnar en hann segir að stóru liðin fái ósanngjarnt forskot.
Það eru líka reglur UEFA um kostnað við leikmannahópa sem Villa verður að fara eftir í sumar, sem takmarka útgjöld vegna launa í hlutfalli við tekjur félagsins.
Aston Villa getur tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeildinni árið 2026 með því að vinna Evrópudeildina eða í gegnum úrvalsdeildina.
Liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili en umdeilt tap gegn Man Utd í lokaumferðinni varð til þess að liðið spilar í Evrópudeildinni.
Það eru líka reglur UEFA um kostnað við leikmannahópa sem Villa verður að fara eftir í sumar, sem takmarka útgjöld vegna launa í hlutfalli við tekjur félagsins.
Aston Villa getur tryggt sér þátttökurétt í Meistaradeildinni árið 2026 með því að vinna Evrópudeildina eða í gegnum úrvalsdeildina.
Liðið var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á komandi tímabili en umdeilt tap gegn Man Utd í lokaumferðinni varð til þess að liðið spilar í Evrópudeildinni.
„Maður mun finna fyrir smá öfund að horfa á Meistaradeildina í ár, en markmið okkar er að komast eins langt og við mögulega getum í Evrópudeildinni, reyna að komast aftur í Meistaradeildina, sem hjálpar félaginu ekki aðeins fyrir næsta tímabil heldur í mörg ár fram í tímann,“ sagði McGinn í einkaviðtali við BirminghamLive.
„Við höfum þegar séð áhrifin núna. Ég er ekki með smáatriðin á hreinu en maður þarf ekki að vera snjall til að átta sig á því að ef þú vilt berjast við stóru strákana þá eru reglur sem eru hreinlega ósanngjarnar ef þú spyrð mig."
„Við erum með eigendur sem vilja fjárfesta í liðinu og vilja eyða peningum til að koma félaginu áfram en þeir mega það ekki. Það er erfitt að sjá, reglurnar eru eins fyrir mörg félög," sagði McGinn að lokum.
Athugasemdir