Kólumbíumaðurinn Luis Diaz gekk til liðs við Bayern Munchen frá Liverpool fyrir 65,5 milljónir punda á dögunum. Harry Kane, leikmaður Bayern, segir að tungumálaörðugleikar verði ekki vandamál.
Díaz er spænskumælandi og hefur lært fína ensku á tíma sínum hjá LIverpool en þýskan er ekki til staðar.
Díaz er spænskumælandi og hefur lært fína ensku á tíma sínum hjá LIverpool en þýskan er ekki til staðar.
Kane ætti að þekkja það vel að koma inn í nýtt lið í nýju landi og kunna ekki tungumálið. Hann gekk til liðs við Bayern frá Tottenham árið 2023 og hefur blómstrað í Þýskalandi.
„Enskan hans er fín, það eru auðvitað ekki margir í liðinu sem tala spænsku. Enskan hans er ekki svo slæm, hann getur tjáð sig vel við liðið. Vonandi nær hann þýskunni fljótt frá öðrum og aðrir geta talað við hann. Hann getur talað ensku við Kompany, þetta verður ekki vandamál," sagði Kane.
Athugasemdir