Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. september 2020 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blaðamaður þurfti ekki að fara í fimm daga sóttkví
Icelandair
Frá leiknum í gær.
Frá leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fór fram í gær og endaði með naumum 1-0 sigri Englendinga.

Leikurinn var á Laugardalsvelli en þeir blaðamenn sem komu hingað til lands mættu um viku fyrr til að geta komist á leikinn. Þeir fóru í sýnatöku á flugvellinum, í fimm daga sóttkví og svo í aðra sýnatöku eins og reglur segja til um.

Þetta átti hins vegar ekki við um alla blaðamenn sem er athyglisvert. Oliver Holt, blaðamaður Daily Mail, mætti degi fyrir leik og fékk að mæta á leikinn. Vefsíðan 433.is vakti athygli á málinu.

Enska landsliðið þurfti ekki að fara í fimm daga sóttkví þar sem liðið var í búbblu eftir að liðið kom til landsins, fór á hótel og fór ekki út af hótelinu utan leiksins og æfinga. Svo virðist sem Holt hafi gert það sama, en blaðamenn eins og til dæmis Henry Winter mættu nokkrum dögum fyrr og fóru í tvær sýnatökur.


Athugasemdir
banner
banner