Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   sun 06. september 2020 13:03
Victor Pálsson
Elías Már skoraði þrennu í tíu marka leik
Elías Már Ómarsson, leikmaður Excelsior í Hollandi, var frábær fyrir liðið í dag sem spilaði við Almere City í næst efstu deild Hollands.

Elías er lykilmaður í liði Excelsior en hann byrjaði leikinn í fremstu víglínu. Um var að ræða leik í annarri umferð deildarinnar.

Það var boðið upp á gríðarlega fjörugan leik á heimavelli Excelsior þar sem fjögur mörk heimaliðsins dugðu ekki til sigurs.

Almere City gerði sér lítið fyrir og vann 6-4 útisigur þar sem sjö mörk voru skoruð í fyrri hálfleik.

Elías skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og bætti við sínu þriðja þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í þeim seinni.

Excelsior vann fyrsta deildarleikinn 6-1 gegn varaliði PSV og hefur því skorað 10 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.

Elías hefur spilað með Excelsior frá árinu 2018 en hann var áður hjá Keflavík, Valerenga og Gautaborg.

Athugasemdir
banner
banner