sun 06. september 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar um Kwame: Eðlilegt skref fyrir hann
Kwame er kominn aftur í Víking.
Kwame er kominn aftur í Víking.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kantmaðurinn Kwame Quee yfirgaf herbúðir Breiðabliks í síðustu viku og gekk aftur í raðir Víkinga.

Kwame var lánaður í Víkinga út leiktíðina og er það í annað sinn sem það er gert, hann var einnig lánaður í Fossvoginn í fyrra og stóð sig þá vel.

Honum hefur ekki tekist að skora í þeim tíu deildarleikjum sem hann hefur komið við sögu í með Breiðabliki í sumar, en samningur hans við Blika rennur út eftir tímabilið.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í brottför Kwame eftir sigur gegn Fjölni í gær.

„Þeir vildu fá hann, hann vildi fara og hann vildi fá meiri spiltíma. Eðlilega bara. Það var eðlilegt skref fyrir hann, hann er í þessu til að spila og hann á nokkra mánuði eftir hjá okkur. Það er betra fyrir hann að vera þar sem hann fær að spila og sýna sig," sagði Óskar Hrafn.

„Við söknum hans en menn eru í þessu til að spila. Við óskum honum alls hins besta."
Óskar Hrafn: Menn geta ekki leyft sér að slaka á
Athugasemdir
banner
banner
banner