Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 06. september 2022 13:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nökkvi skrifar undir þriggja ára samning við Beerschot (Staðfest)
Mynd: Beerschot
Nökkvi Þeyr Þórisson er orðinn leikmaður Beerschot í Belgíu. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum sínum.

Nökkvi er 23 ára sóknarmaður sem keyptur er frá KA. Hann hefur átt frábært tímabil og kveður Bestu deildina sem markahæsti leikmaður hennar.

Hann skoraði sautján mörk í deildinni í sumar og þá skoraði hann fimm mörk í Mjólkurbikarnum. Dalvíkingurinn samdi við KA fyrir tímabilið 2019 og lék hann 71 leik fyrir KA og skoraði í þeim 30 mörk.

Beerschot segir frá því að Nökkvi skrifi undir þriggja ára samning (út tímabilið 2024-25) með möguleika á eins árs framlengingu.

Félagið er í næstefstu deild í Belgíu og stefnir á að komast upp í deild þeirra bestu.

Sjá einnig:
Sævar segir ákvörðun KA mjög erfiða, en samt ekki
Athugasemdir
banner
banner
banner