Nökkvi Þeyr Þórisson er orðinn leikmaður Beerschot í Belgíu. Þetta staðfestir félagið á samfélagsmiðlum sínum.
Nökkvi er 23 ára sóknarmaður sem keyptur er frá KA. Hann hefur átt frábært tímabil og kveður Bestu deildina sem markahæsti leikmaður hennar.
Nökkvi er 23 ára sóknarmaður sem keyptur er frá KA. Hann hefur átt frábært tímabil og kveður Bestu deildina sem markahæsti leikmaður hennar.
Hann skoraði sautján mörk í deildinni í sumar og þá skoraði hann fimm mörk í Mjólkurbikarnum. Dalvíkingurinn samdi við KA fyrir tímabilið 2019 og lék hann 71 leik fyrir KA og skoraði í þeim 30 mörk.
Beerschot segir frá því að Nökkvi skrifi undir þriggja ára samning (út tímabilið 2024-25) með möguleika á eins árs framlengingu.
Félagið er í næstefstu deild í Belgíu og stefnir á að komast upp í deild þeirra bestu.
Sjá einnig:
Sævar segir ákvörðun KA mjög erfiða, en samt ekki
Athugasemdir