Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 06. september 2022 18:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Utrecht
Steini um breytinguna: Ég vil frekar eiga hana inni
Icelandair
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, gerir eina breytingu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi fyrir stórleikinn gegn Hollandi í kvöld.

Hin 18 ára gamla Amanda Andradóttir var mjög flott gegn Hvíta-Rússlandi en hún fer á bekkinn í kvöld og kemur Svava Rós Guðmundsdóttir inn fyrir hana.

Lestu um leikinn: Holland 1 -  0 Ísland

„Varnarlega aðallega, að fá meiri þunga vinstra megin í varnarleikinnn," sagði Þorsteinn í samtali við RÚV fyrir leik þegar hann var beðinn um að útskýra breytinguna.

„Þær liggja hátt upp með bakverðina. Ef Amanda hefði spilað þá væri hún langt frá markinu. Það gæti verið að kantmennirnir þurfi að falla langt niður. Mér fannst þetta vera of löng leið fyrir Amöndu að skapa og búa eitthvað til. Kantmennirnir þurfa að hlaupa mikið og ég vil frekar eiga hana inni."

Leikurinn hefst klukkan 18:45 og er í beinni textalýsingu hjá okkur. Sigurliðið kemst á HM, en Íslandi dugir jafntefli í þessum leik til að komast á HM í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner