PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
   fös 06. september 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lee Carsley hinn fullkomni maður í starfið
Mynd: Getty Images

Lee Carsley mun stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Heimi Hallgrímssyni og félögum í Írlandi í Þjóðadeildinni. Leikurinn hefst klukkan 16.


Gareth Southgate hætti með landsliðið eftir tap liðsins í úrslitum á EM í sumar og var Lee Carsley ráðinn bráðabirgðaþjálfari í hans stað en Carsley var áður landsliðsþjálfari u21 árs liðs Englands.

Morgan Gibbs-White, leikmaður Nottingham Forest, var valinn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Írlandi og Finnlandi í Þjóðadeildinni en hann hefur ekki spilað A-landsleik fyrir þjóð sína.

„Ég hef unnið með honum áður, ég veit hvernig hann vinnur. Hann er frábær taktískur stjóri og frábær maður á mann. Ég var mjög spenntur þegar ég heyrði að hann hafi fengið starfið því mér fannst hann eiga það skilið. Ég held að hann sé hinn fullkomni maður í starfið," sagði Gibbs-White.

„Vonandi fara leikirnir vel hjá honum, maður veit aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér."


Athugasemdir
banner
banner
banner