PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City gæti reynt við Guehi næsta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester City fylgist með stöðu Marc Guehi, miðverði Crystal Palace og enska landsliðsins, eftir að Newcastle mistókst að krækja í kappann í sumar.

Newcastle bauð nokkrum sinnum í Guehi sumar en öllum tilboðum var hafnað. Hæsta tilboðið er sagt hafa hljóðað upp á 65 milljónir punda.

Það að Newcastle hafi mistekist að landa Guehi hefur opnað dyrnar fyrir City sem fylgist með þróun mála hjá enska landsliðsmanninum.

Sagt er hjá the Sun að City gæti reynt að fá Guehi næsta sumar þegar hann á eitt ár eftir af samningi sínum.

Guehi er 24 ára og er algjör lykilmaður hjá Palace og lék stórt hlutverk á EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner