Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   fös 06. september 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Rifust á vellinum eftir úrslitaleikinn og skildu í kjölfarið
Campello og Morata eftir úrslitaleikinn í sumar.
Campello og Morata eftir úrslitaleikinn í sumar.
Mynd: Getty Images
Campello í stúkunni.
Campello í stúkunni.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Marca segir að rifrildi milli Alvaro Morata fyrirliða spænska landsliðsins og eiginkonu hans strax eftir sigur Spánar á Evrópumótinu hafi leitt til þess að þau sóttu um skilnað.

Eftir úrslitaleikinn sást Alice Campello fagna með Morata eiginmanni sínum og fjórum börnum þeirra á vellinum.

Ósætti var hinsvegar milli þeirra og það endaði með því að nokkrum vikum síðar ákváðu þau að skilja.

Spænskir fjölmiðlar segja að Campello hafi aðeins viljað að hún, börnin þeirra og vinir færu inn á völlinn að fagna með Morata. Hún hafi ekki viljað að tengdaforeldrar sínir og aðrir fjölskyldumeðlimir kæmu inn á völlinn.

Morata og Campello voru gift í sjö ár og segja að það sé enn mikill kærleikur milli þeirra. Þau hafa bæði neitað þeim sögusögnum að Morata hafi verið myndaður við framhjáhald með annarri konu.

„Við höfum átt stórkostleg ár saman og uppskera þeirra eru fjögur börn sem eru klárlega það besta sem við höfum gert. Ég er þreyttur á bullsögum um að ég hafi verið ótrúr. Ég fór ekki einu sinni í partí hjá landsliðinu til að svona sögur yrðu ekki til," sagði Morata í viðtali.
Athugasemdir
banner
banner
banner