Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   sun 06. október 2019 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Dean Smith: Stórkostleg frammistaða
Aston Villa vann frábæran sigur á Norwich í gær í sex markaleik, lokatölur á Carrow Road 1-5.

Dean Smith knattspyrnustjóri Aston Villa var skiljanlega gríðarlega ánægður með strákana sína.

„Þetta var stórkostleg frammistaða, allir í okkar liði spiluðu frábærlega í dag, virkilega vel gert."

Smith missti af markinu sem hans menn fengu á sig.

„Þetta var mjög þægilegur sigur, það eina sem ég er ekki ánægður með var þetta mark sem við fengum á okkur. Ég missti reyndar af því þar sem ég þurfti að fara á klósettið."
Athugasemdir