Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 06. október 2020 09:02
Magnús Már Einarsson
Kjartan Henry laus frá Vejle
Mynd: Getty Images
Kjartan Henry Finnbogason komst að samkomulagi um starfslok hjá danska félaginu Vejle áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gærkvöldi.

Það þýðir að hinn 34 ára gamli Kjartan Henry getur samið við nýtt félag þó að glugginn sé lokaður.

Kjartan skoraði 17 mörk í 30 leikjum í dönsku B-deildinni í fyrra og hjálpaði Vejle að komast upp í efstu deild.

Undanfarið hefur hann hins vegar verið úti í kuldanum og ekki komið við sögu í dönsku úrvalsdeildinni en Kjartan sagðist sjálfur hissa á þessu á dögunum.

„Við vorum sammála um að rifta samningnum sov Kjartan geti uppfyllt óskir og metnað sinn um að spila með aðalliði," sagði Jacob Krüger, yfirmaður íþróttamála hjá Vejle.

„Við þökkum Kjartani fyrir að hafa lagt sig allan fram og fyrir tíma hans í rauðu treyjunni. Við óskum Kjartani alls hins besta í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner