ÍBV tekur á móti Keflavík í lokaleik sumarsins í Bestu deild karla og þurfa Eyjamenn sem stærstan sigur til að eiga sem mesta möguleika á að bjarga sér frá falli.
Eyjamenn vilja rífa stemninguna í gang í lokaleik tímabilsins sem gæti bjargað þeim frá falli og bjóða þess vegna frítt inn á völlinn.
Það verður öllu tjaldað til á Hásteinsvelli þar sem upphitun hefst klukkutíma fyrir leik með Hermanni Hreiðarssyni þjálfara í Týsheimilinu. Þar mun hann fara yfir byrjunarliðið og uppleggið í leiknum.
Í hálfleik verða svo skemmtilegar þrautir fyrir krakkana þar sem veglegir vinningar verða í boði.
„Grillið verður að sjálfsögðu á sínum stað og kaldir drykkir með. Þetta er í okkar höndum, mætum öll í hvítu og styðjum ÍBV til sigurs. Áfram ÍBV!" segir meðal annars í færslu frá ÍBV.
06.10.2023 05:55
Ísland um helgina - Lokaumferð í Bestu deildunum
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir