„Við vorum fáránlega góðir í þessum leik og áttum ekkert annað en þrjú stig skilið," sagði Benoný Breki Andrésson, leikmaður KR, eftir sigur liðsins gegn KA í dag.
Lestu um leikinn: KA 0 - 4 KR
„Erum búnir að vera spila það vel að það opnast alltaf færi og ef ég fæ færi þá reyni ég að nýta það alltaf. Ég ætla að reyna halda áfram því sem ég er að gera og við ætlum að stefna núna á þetta 7. sæti," sagði Benoný.
Benoný hefur skorað 16 mörk í Bestu deildinni í sumar en hann stefnir á að bæta markametið í deildinni sem eru 19 mörk.
„Ég held ég verði að stefna á að vera markahæstur eða þetta met," sagði Benoný.
Athugasemdir